6.5.2008 | 22:00
Engir styrkir
Ég er að reyna sjá hvar vandinn liggur. Ég hef sótt um ótal styrki sem mig bráðvantar til að geta unnið að myndlistinni. Ég hélt að ég ætti sjéns í þann heim þar sem ég er háskólamenntaður myndlistamaður og hef starfað að listinni í mörg ár. Það er endalaust af listamönnum að sækja um styrkina en í hverju fylgst sían? Hverjir eiga ekki sjéns og hverjir komast alltaf í gegn, sama hvað? Þetta er eitthvað sem ætti að vera skoðað, ég er nokkuð viss um að útkoman yrði áhugaverð.. Það er spilling í pólitík, það hafa allir heyrt og er staðreynd. Styrkir ættu ekki að vera tengdir vinaböndum, blóðböndum o.þ.h. Plís, vonandi er ekki mikið um slík dæmi hjá borginni varðandi listheiminn..Ég á enga fræga listaspíru- eða pólitíkusaættingja sem ég veit af. Nú set ég bara Working Class Hero með Lennon á fóninn og stóla á vinnuna sjálfa og það góða sem fylgir henni.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Um bloggið
Pensillinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að það sé ekki klíka sem ræður styrkveitungu. Er ekki bara best að treysta á sjálfan sig og sína vinnu - hækka bara í Lennon og njóta.
Sendi þér kveðjur mínar.
Sigrún Óskars, 7.5.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.