Óþolandi á köflum

Það er alltaf verið að leggja áherslu á að starfsfólk sýni kurteisi, heilsi, bjóði góðan dag og þakki fyrir komuna og allt það. Maðurinn minn var í Bandaríkjunum um daginn og tók áberandi vel eftir hvernig starfsfólk hafði önnur réttindi en hér heima. Þarna úti var almenn kurteisi frá báðum aðilum. Starfsfólki er skyldugt að sýna kurteisi og kúnnum þannig séð sömuleiðis. Séu kúnnar ókurteisir hefur starfsfólkið rétt á að sýna því viðbrögð og jafnvel neita um þjónustu ef kúnninn er of dónalegur. Ég man þegar ég fór í Jóa Fel í 1 sinn og ætlaði að gera mér og fjölskyldunni glaðan dag. Það stakk mig að stúlkurnar í afgreiðslunni buðu ávallt góðan dag en alltof margir hunsuðu það og voru hreint út sagt ömurlegir í framkomu. Ég gat ekki annað en hugsað..er þetta sanngjarnt álag á starfsfólk, fólk sem er undir álagi í vinnu þurfi að líða svona framkomu.   Fólk sem kemur inní verslun er að sjálfsögðu oft í annarlegu ástandi en fyrr má nú vera að taka þetta út á afgreiðslufólki. Allir eiga misjafna daga, það hlýtur að vera hægt að sleppa framhjá afgreiðslunni án þess að úða yfir starfsfólkið.

Atvinnuveitendur ættu að setja upp spjöld með athugasemd til kúnna að sýna almenna kurteisi og virðingu rétt eins og starfsfólk geri. Þetta ætti að vera almennt viðurkennd regla.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pensillinn

Höfundur

Sandra María Sigurðardóttir
Sandra María Sigurðardóttir
Ég er 33 ára listmálari. Lifi og hrærist í Reykjavíkinni, fædd og uppalinn í Seyðisfirði. Er 1/4 færeyingur sem hefur sannarlega áhrif á útkomuna. Ég var dreymandi og afskaplega utan við mig sem barn, alltaf að smíða og búa til hluti, horfa á stjörnurnar og búa til ljóð. Ég sé í dag hvað það er gott að hafa fengið sérstakt uppeldi. Þarf ég að laga það ef það getur nýst mér?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • headbang
  • ...untitled
  • Dragonfruit
  • Ananas
  • Bananapipar / Bananapepper

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband