11.3.2008 | 22:31
Bubbi eða Biggi, hvort er meira Orginal?
Alltaf hefur fólk álit á hlutum og fólki. Ég kannast vel við það. Auðvitað stundum hefur maður ekkert álit, þá meina ég, dæmið fer algjörlega fyrir ofan og neðan. Ég hef mikið pælt í afhverju sumir aðilar hafa farið illa í mann og ég í suma. Þetta hefur eitthvað með rafmagn að gera. Ég sé þetta ekki sem annað því það er eins og dæmin gangi ekki upp, þó svo persónurnar séu nokkuð líkar og ættu að vera vel samleiða en eitthvað kemur í veg fyrir það...einhvers konar rafpólar sem hrynda frá sér. Sumir gera dáldið í því að hrynda frá sér viljandi og fyndið þó þá leggst það stundum vel í mann og maður verður nánari aðilanum. Stundum er það stopp og ekki lengra.. not a chance dæmi. Hvað getur maður svo sem gert nema snúa frá og bægja frá óþarfa negatívum straumum. Dæmi um fólk sem gerir pínu í að vera trunta og hvort það gangi upp. Það kom umfjöllun um ágreining á milli Bubba og Bigga í Maus í Fréttabl. v. greinar sem Biggi skrifaði um Bubba í Monitor. Það fannst mér ok ..en plís,,fyrir alla, ég segi bara...common í Kastljós?? Þeim tókst þó að gera debatið ok í Kastljósi, ekki draga þá saman á borð og láta mann horfa upp á sleiki sleik viðræður á milli þekktra aðila á Íslandi sem þora ekki öðru en að fitta í fámenna frægðarhópinn. Tekin voru upp einkaviðtöl og Bubbi stóð á sínu og bara sagði sitt álit en ég þykist vita fyrir víst að Biggi var ekki heiðarlegur og hann stóð ekki á sínu, dró sitt til baka eins og sannur stjórnmálamaður og snéri grein sinni í þveröfuga meiningu sína. Lætur í raun eins og lesendur sínir séu heimskir! Tvöföld meining er 2föld meining, ef Bigg var að dásama Bubba í Monitor, afhverju gerði hann það þá ekki í beinni meiningu?
Ps. persónulega finnst mér oft gaman að lesa svona greinar og sé ekkert að því að menn segi sitt álit. Þó mér finnist vera fals í þessu þá er þetta líka algjör þvælufrétt
Flokkur: Menning og listir | Breytt 12.3.2008 kl. 17:59 | Facebook
Um bloggið
Pensillinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.