21.2.2008 | 20:09
Sápu í munninn og ferma Össur aftur?
Ég var að enda við að horfa á Kastljós, Sigurður Kári og man ekki hvað heitir að deila um bloggskrif Össurar Skarphéðins í garð Gísla Marteins. Ég spyr bara, erum við komin í gettóið, er í lagi að alþingismenn tali eins og dóphausar eða táningar í menntó?? Ég varð bara hneyksluð á þessu bulli og það að Össur einn beri ábyrgð á sínum orðum og flokkurinn hafi ekkert með það að gera er bull...Ætti ég fyrirtæki og einn starfsmaðurinn væri mikill rasisti og léti það flakka yfir mína kúnna þá myndi ég skikka honum til að haga sér or else.. Ég ber ekki virðingu fyrir mönnum sem eiga að stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir og tala síðan eins og kjánar í bræðiskasti. Hélt að menn sem væru í svona stöðum hefðu vit á að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Þarf að setja sápu í munninn hans og ferma hann aftur??
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Um bloggið
Pensillinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.